top of page

Afsláttarkort AN var tekið í notkun í desember 2012. Kortið veitir félagsmönnum afslátt hjá fjölmörgum fyrirtækjum á félagssvæði Alþýðusambands Norðurlands (AN). Stjórn kortsins vonar að félagsmenn komi til með að nota kortið og nýta sér þá afslætti sem það býður upp á.
 
Hér á heimasíðunni má nálgast upplýsingar um kortið. Ef þú hefur einhverjar spurningar sem ekki eru svör við, þá endilega sendu póst á johann@fma.is

Haustið 2018 var skrifað undir samning við Skeljung fyrir hönd AN kortsins. Um er að ræða besta samning sem gerður hefur verið við olíufélögin að sögn Jóhanns, formanns stjórnar kortsins. 

AN Kortið er nú í  komið í hendurnar á félögunum sem munu koma því til sinna félagsmanna í gegnum skrifstofur sínar.  

Félagar í AN kortinu eru um 18.000 félagsmenn hjá Stéttarfélögunum á norðurlandinu öllu. 

Nú stendur yfir vinna við að skoða samninga við núverandi samstarfsaðila og jafnvel bæta fleirum við, stefnt er á að vinnu við það ljúki fyrir áramót.

Viðskiptakjör Skeljungs til félagsmanna Alþýðusambands Norðurlands eru svohljóðandi:

  • 9 krónu afsláttur af hverjum eldsneytislítra hjá Orkunni.

  • 11 krónu afsláttur eftir 50 lítra innan mánaðar.

  • 15% afsláttur af bílavörum hjá Orkunni.

  • 15% afsláttur af smurolíum hjá Orkunni.

  • 30% afsláttur af kaffidrykkjum.

  • 15% afsláttur hjá Smurstöðvum samstarfsaðila Skeljungs.

  • 10% til 15% afsláttur af dekkjum og dekkjaskiptum hjá samstarfsaðilum Skeljungs  

bottom of page