top of page

FRÉTTIR

Stilling - 15% afsláttur

16.11.2020

Stilling veitir 15% almennan afsláttur af öllum vörum til félagsmanna nema tilboðsvörum. Fleiri aðilar munu bætast í hópinn á næstunni.

Sértilboð hjá CAR-X

14.11.2018

CAR-X veitir handhöfum AN kortsins 20% afslátt á hjólastillingum frá 10. nóvember til 10. desember 2018.

AN kortið semur við Skeljung

19.09.2018

Í haust var skrifað undir samning við Skeljung fyrir hönd Afsláttarkorts Alþýðusamband Norðurlands, AN kortið. Um er að ræða besta samning sem gerður hefur verið við olíufélögin að sögn formanns stjórnar kortsins, Jóhanns. AN Kortið er nú í  komið í hendurnar á félögunum sem munu koma því til sinna félagsmanna í gegnum skrifstofur sínar.  Hægt er að sjá samninginn í heild sinni á vef félaganna undir afsláttarkort AN.

Félagar í AN kortinu eru um 18.000 félagsmenn hjá Stéttarfélögunum á norðurlandinu öllu.

Nú verður farið í að skoða samninga við núverandi samstarfsaðila og er stefnt á að vinnu við það ljúki fyrir áramót.

Tilboð á árskortum

3.09.2015

Sundlaug Akureyrar verður með frábært tilboð á árskortum fyrir AN korthafa frá 10. september til 2. október.

 

AN korthafar fá þá árskort í sundlaugina með 25% afslætti. Venjulegt verð á árskorti er kr. 33.500.

Afsláttur í Hlíðarfjalli

24.02.2015

Nýlega var gengið frá samning við vegna skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Félagsmenn geta keypt kort fyrir einstakling á kr. 31.500 í stað kr. 41.500 áður. Það eina sem þarf að gera til að nýta sér þetta tilboð er að kaupa kortið á skrifstofum stéttarfélaganna í Alþýðuhúsinu, á 2. eða 3. hæðinni. Þegar kortið er keypt þá fær viðkomandi kvittun sem þarf að afhenda upp í Hlíðarfjalli og þá fær sá hinn sami vetrarkortið afhent.

Athugið! Það er ekki hægt að sýna AN kortið í fjallinu og fá þennan afslátt.

Tilboð hjá Papco

26.03.2014

Út apríl býður Papco meðlimum AN kortsins veglegan afslátt á eftirfarandi vörum:

 

Seal Kastanis Color þvottaduft 2 kg. Vörunr.81410402.

Kynningartilboð á mjög góðu þvottadufti fyrir litaðan þvott, inniheldur ensím, hefur góða virkni og hefur ekki neikvæð áhrif á lit í efnum

Verð áður kr.1.600

Tilboðsverð kr.1.040

 

Wc pappír 200 blaða hvítt, 48 rúllur.

Vörunr.2000404Hvítur, tveggja laga pappír úr hreinum trefjum, umhverfisvottaður með merki Evrópublómsins.

Verð áður kr.2.723

Tilboðsverð kr.2.043

 

Verslun Papco á Akureyri er í Austursíðu 2 

Búið að draga!

13.12.2013

 

Í hádeginu í dag var dregið í póstlistaverðlaunaleik AN kortsins. Í verðlaun voru þrjár bensínáfyllingar, hver að verðmæti kr. 15.000, eina slíka fengu Hörður Harðarson, Sólveig Jónasdóttir og Ingvar Kristjánsson. Einnig voru í verðlaun fjórar helgarleigur í orlofshúsi á Illugastöðum að vetri til, ein á mann. Eina helgarleigu fengu Sigurður A. Magnússon, Ingibjörg Ævarsdóttir, Inga Sigrún Ólafsdóttir og Halldór Ingi.

 

AN kortið óskar vinningshöfunum til hamingju. Haft verður samband við þá eftir helgi.

 

Viltu fylgjast með þegar nýtt efni er sett inn á heimasíðuna? Skráðu þig þá á póstlistann.

Dregið verður föstudaginn 13. desember

03.12.2013

Þegar ný heimasíða AN kortsins fór í loftið var ákveðið að bregða á leik. Nöfn allra sem skrá sig á póstlista heimasíðunnar fram til 12. desember nk. fara í pott og verður dregið úr honum að morgni 13. desember nk. 

 

Vinningar eru ekki af verri endanum. Þrjár bensínáfyllingar, hver að verðmæti kr. 15.000, og fjórar helgarleigur í orlofshúsi á Illugastöðum að vetri til.

Opið hús hjá Papco í dag

29.11.2013

Ertu að reka fyrirtæki og/eða heimili? Í dag, föstudaginn 29. nóvember, er opið hús hjá Papco á Akureyri, en fyrirtækið er einmitt einn af samstarfsaðilum AN kortsins. Komið og kynnið ykkur umhverfisvænan pappír og hreinlætisvörur í miklu úrvali. Verið velkomin í verslun fyrirtækisins sem er í Austursíðu 2 (gamla Sjafnarhúsinu)

 

Það er opið milli kl. 9 og 16. Kaffið og kruðerí í boði.

Samið á ný við Greifann

26.11.2013

Búið er að ganga frá nýjum samningi við veitingahúsið Greifann á Akureyri, en fyrri samningur datt tímabundið út. Félagsmenn geta því nú farið og notið veitinga á Greifanum og fengið 10% afslátt af því sem borðað er á staðnum. Afslátturinn gildir ekki af drykkjum eða barnamatseðli.

Nýr samstarfsaðili - Hlíðarfjall skíðastaðir

22.11.2013

Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli mun opna fyrir almenning næsta föstudag kl. 16:00, viku fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Svæðið hefur einmitt bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem veita afslátt til handhafa Afsláttarkorts AN. Félagsmenn geta keypt kort fyrir einstakling á kr. 30.000 í stað kr. 39.000 áður. Það eina sem þarf að gera til að nýta sér þetta tilboð er að kaupa kortið á skrifstofum stéttarfélaganna í Alþýðuhúsinu, á 2. eða 3. hæðinni. Þegar kortið er keypt þá fær viðkomandi kvittun sem þarf að afhenda upp í Hlíðarfjalli og þá fær sá hinn sami vetrarkortið afhent.
Athugið! Það er ekki hægt að sýna AN kortið í fjallinu og fá þennan afslátt.

Ný heimasíða

21.10.2013

Nú er AN kortið komið með nýja og flotta heimasíðu þar sem allir samstarfaðilar kortsins eru listaðir upp og sértilboð auglýst sérstaklega. Á síðunni er hægt að skrá sig á póstlista og fá þannig send tilboð og upplýsingar um nýja samstarfsaðila. Af þessu tilefni býður AN kortið upp á leik þar sem nöfn allra sem skrá sig á póstlistann í október og nóvember fara í pott sem dregið verður úr í byrjun desember. Vinningar eru ekki af verri endanum. Þrjár bensínáfyllingar, hver að verðmæti kr. 15.000, og fjórar helgarleigur í orlofshúsi á Illugastöðum að vetri til.

Nýr samstarfsaðili - BK Kjúklingur í Reykjavík

21.10.2013

BK Kjúklingur í Reykjavík hefur nú bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem veita handhöfum Afsláttarkorts AN afslátt.

 

Fyrirtækið veitir 15% afslátt af öllum vörum og þjónustu.

AN límmiðar til samstarfsaðila

21.08.2013

Nú er búið að útbúa límmiða sem sendir verða á alla samstarfsaðila á næstu dögum og þeir beðnir um að setja þá á góðan stað.

 

Með þessu verður kortið "sýnilegra" og á hreinu að viðkomandi fyrirtæki sé samstarfsaðili afsláttarkorts AN.

Samið við hárgreiðslustofuna Kúnst

30.07.2013

Hárgreiðslustofan Kúnst á Sauðárkróki hefur nú bæst í hóp þeirra fyrirtækja sem afsláttarkort AN hefur samið við.

 

Við framvísun kortsins fæst 10 % afsláttur af öllum vörum og 10 % afsláttur af allri þjónustu.

Enn fleiri samstarfsaðilar

20.06.2013

Nýlega var gengið frá samningum við fjóra aðila á Sauðárkróki. Nú fá félagsmenn sem þar eru á ferð 10% afslátt á gistingu, 15% afslátt á Hard wok cafe, 10% afslátt af vörum og þjónustu hjá bílaverkstæði KS og sérverð inn á Byggðasafn Skagfirðinga sem er með þrjá sýningarstaði. Nánari upplýsingar má sjá í listanum samstarfsaðilar.

Nýr samstarfsaðili - Tryggingamiðstöðin

29.05.2013

Tryggingamiðstöðin (TM) gerði nýlega samning við Afsláttarkort AN fyrir félagsmenn AN. 

 

TM veitiri félagsmönnum AN hærri vátryggingavernd í 1 ár á heimilistryggingum þannig:

Ef óskað er eftir TM2 verndinni þá fær sá aðili vernd sem samsvarar TM3, á verði TM2

Ef óskað er eftir TM3 verndinni þá færist hún í TM4, á verði TM3

Miðað við 10 milljón kr. innbúsverðmæti þá gerir þetta í iðgjaldi á ársgrundvelli:

TM2 -> TM3 kr. 11.295

TM3 -> TM4 kr. 12.126

Samið við Hamborgarafabrikkuna

26.05.2013

An kortið hefur samið við Hamborgarafabrikkuna en korthafar An kortsins fá 10% afslátt af mat á matseðli.

Nýr samstarfsaðili - Akureyri Backpackers

23.05.2013

Akureyri Backpackers gerði nýlega samning við Afsláttarkort AN um 10% afslátt af mat og vörum (ath! gildir ekki um áfenga drykki) og 12% afslátt af gistingu. Þessi afsláttur gildir ekki af tilboðum.

Nýr samstarfsaðili - Kvenfataverslunin Rikka

08.05.2013

Kvenfataverslunin Rikka á Glerártorgi gerði nýlega samning við Afsláttarkort AN um 10% afslátt af vörum. Gildir ekki af tilboðum.

Nýr samstarfsaðili - Vikudagur

29.04.2013

Vikudagur  gerði samning við Afsláttarkort AN um 10% afslátt af áskrift. Vikudagur er sjálfstæður norðlenskur fréttamiðill og blaðinu er ekkert óviðkomandi. Ef þú lesandi góður hefur eitthvað fram að færa, þá vinsamlegast hafðu samband í síma 4 600 750.

Nýr samstarfsaðili - Imperial Glerártorgi

03.04.2013

Tískuvöruverslunin Imperial á Glerártorgi gerði nýlega samning við Afsláttarkort AN um 15% afslátt af öllum vörum.

 

Afslátturinn gildir þó ekki af tilboðsvörum.

Nýr samstarfsaðili - Bílanaust

19.03.2013

Fyrirtækið Bílanaust hefur samið við Afsláttarkort AN um 10 til 20% afslátt til félagsmanna. Afslátturinn gildir ekki á tilboðsvörum.

Nýr samstarfsaðili - Sundlaug Akureyrar

19.03.213

Í síðustu viku var skrifað undir samning við Akureyrarbæ um að félagar í AN fái 25% afslátt af árskortum í sundlaugar Akureyrar.

 

Samningurinn gildir út árið 2013, en auðvitað gildir kortið í eitt ár frá því það er keypt.

Nýr samstarfsaðili - Tékkland bifreiðaskoðun

22.01.2013

Undirritaður hefur verið samningur við Tékkland bifreiðaskoðun sem opnar á næstunni skoðunarstöð á Akureyri. 

 

Félagsmenn fá því 15% afslátt af aðalskoðunargjaldi hjá Tékklandi gegn framvísun afsláttarkorts AN.

 

Skoðunarstöðin mun opna í byrjun febrúar en hún verður staðsett í Dalsbraut 1 á Akureyri, við hliðina á Glerártorgi.

Afsláttarkort AN að verða að veruleika

27.11.2012

Föstudaginn 23. nóvember sl. var skrifað undir samning við Olís og ÓB fyrir hönd Afsláttarkorts AN. Um er að ræða besta samning sem gerður hefur verið við olíufélögin að sögn formanns stjórnar kortsins, Jóhanns Rúnar Sigurðsson formanns Félags málmiðnaðarmanna Akureyri. AN Kortið fer nú í framleiðslu og ì framhaldi af því verður það sent til fèlaganna sem munu kynna það og samninginn fyrir sínum fèlagsmönnum og hvernig fèlagið hugsar sèr að koma því til þeirra. 

 

Á næstunni verður Afsláttarkort AN orðið virkt, en kortið er samvinnuverkefni allra aðildarfélaga Alþýðusambands Norðurlands. Síðastliðinn föstudag var skrifað undir samning við Olís og ÓB og munu félagsmenn allra aðildarfélaga AN fá Tvennukort Olís og ÓB sem mun gilda sem félagsskírteini félaga Alþýðusamband Norðurlands. Kortið er staðgreiðslukort sem tryggir góðan afslátt af vörum og þjónustu hjá Olís, ÓB og einnig þeim fjölmörgu samstarfsaðilum sem gert hafa samning við Afsláttarkort AN. Það eina sem þarf að gera er að framvísa kortinu þegar greitt er. 

 

Af hverju?

Félag málmiðnaðarmanna Akureyri óskaði eftir því á þingi Alþýðusambands Norðurlands haustið 2011 að félögin myndu berjast sameiginlega fyrir afsláttarkjörum fyrir félagsmenn. Félögin voru sammála um að slík samvinna væri félagsmönnum svæðisins til góðs og var ákveðið að fela Jóhanni Sigurðssyni formanni FMA að stofna kortanefnd félaganna. Mikil undirbúningsvinna hefur átt sér stað og nú líður að því að kortið verði tekið í notkun.

 

Allt að 16.000 félagsmenn félaga innan AN geta því nýtt þá afslætti sem nú þegar er búið að semja um og þá sem bætast við á næstunni. Á heimasíðum aðildarfélaga AN verður hægt að kynna sé alla þá fjölmörgu afslætti sem félagsmönnum standa til boða og er sífellt verið að vinna að því að fjölga samstarfsaðilum til hagsbóta fyrir félagsmenn. 

 

Félögin sjálf munu sjá dreifa kortunum á sína félagsmenn, en misjafnt er á milli félaga hvaða háttur verður hafður þar á. Sum senda kort á alla félagsmenn á meðan önnur munu nota trúnaðarmannakerfi sín. Félögin sjálf sjá um að kynna félagsmönnum hvaða háttur verður hafður þar á. 

 

 

Please reload

bottom of page