AFSLÁTTARKORT AN

SAMSTARFSAÐILAR Á SVÆÐI STÉTTARFÉLAGANNA Í EYJAFIRÐI (og jafnvel á fleiri stöðum)
smellið á myndir til að fá upplýsingar um þá afsætti sem í boði eru

10% afsláttur. Gildir ekki af tilboðum A4 er með verslanir á Akureyri, höfuðborgarsvæðinu, Egilsstöðum og Selfossi.

10% afsláttur af mat og kaffi. Gildir ekki um áfenga drykki. 12% afsláttur af gistingu. Gildir ekki af tilboðum. Akureyri Backpackers er staðsett í hjarta Akureyrar, við sjálfa Göngugötuna. Stutt er í alla þjónustu, en helstu kaffihús og veitingastaðir bæjarins eru í göngufjarlægð og Sundlaug Akureyrar er einungis í 500 m fjarlægð. Þá er Menningarhúsið Hof handan við hornið og hinn landsfrægi tónleikastaður Græni hatturinn er við hliðina á Akureyri Backpackers.

15% afsláttur af brauði. Hægt að fá tilboð í veislur. Axelsbakarí er til húsa í Tryggvabraut 22 á Akureyri

10% til 20% afsláttur. Gildir ekki af tilboðum. Bílanaust er til húsa í furuvöllum 15 á Akureyri. Einnig er fyrirtækið með verslanir á höfuðborgarsvæðiu, Egilsstöðum, Reykjanesbæ og Selfossi.

10% staðgreiðsluafsláttur af blómum og öðrum vörum. 5% afsláttur ef notað er kreditkort. Blómabúðin Akur er í Kaupangi og Blómabúð Akureyrar er í Skipagötu 18 á Akureyri. Gildir af öllum vörum nema Rosendal, Georg Jensen, Itala, Holmegaard og Nomu

10% til 15% afsláttur af vörum. 10% afsláttur af allri þjónustu Brimborg er með verkstæði í Tryggvabraut 5 á Akureyri og í Reykjavík. Brimborg er einnig með nokkur þjónustuverkstæði, t.d. á Sauðárkróki.

15% af vinnu og varahlutum Bifreiðaverkstæðið BSA. hf er til húsa í Laufásgötu 9 á Akureyri.

15% afsláttur af innfluttum dekkjum af Dekkjahöllinni. 15% afsláttur af vinnu við dekk. 10% afsláttur af smurvinnu. Dekkjahöllin er á Akureyri, Reykjavík og Egilsstöðum.

10% afsláttur af öllum vörum. Gildir ekki af tilboðum Dressman er með verslanir á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu

20% afsláttur af þjónustu og 5% afsláttur af öllum vörum. Gildir þó ekki af tilboðum. Verslun Eldhafs er á Glerártorgi á Akureyri.

Allt að 30% afsláttur af málningu. 20% afsláttur af stoðvörum. 20% afsláttur af sparsli. Fyrirtækið er staðsett á Akureyri, í Reykjavík, í Reykjanesbæ og í Árborg.

20% afsláttur af aðalskoðunum og endurskoðunum bifreiða innan frests. 10% afsláttur eftir að frestur er útrunninn. Fyrirtækið er staðsett um land allt. Á Norðurlandi er fyrirtækið á eftirfarandi stöðum: Blönduósi, Sauðárkróki, Siglufirði, Akureyri, Dalvík, Húsavík, Þórshöfn og Kópaskeri.

10% afsláttur af sólgleraugu og 15% afsláttur af umgjörðum. Gildir ekki af tilboðum Geisli er með tvær verslanir á Akureyri; á Glerártorgi og í Kaupangi.

25% afsláttur af allri þjónustu. Fyrirtækið er í Freyjunesi 4 á Akureyri

10% afsláttur af veitingum í sal, gildir ekki af drykkjum og barnamatseðli. Veitingahúsið Greifinn er á Akureyri.

10% afsláttur af mat á matseðli. Hamborgarafabrikkan er bæði á Akureyri og í Reykjavík. Á Akureyri er hún á jarðhæð Hótel KEA og í Turninum Höfðatúni 2 í Reykjavík.

Félagsmenn fá 10% afslátt af vefverðum og tilboðum. Höldur Bílaleiga Akureyrar er með um 20 afgreiðslustaði um land allt. Allar nánari upplýsingar um afgreiðslustaði og bíla er að finna á www.holdur.is

Félagsmenn fá 7% afslátt af vinnu. Höldur bílaverkstæði er á Þórsstíg 4 Akureyri

Félagsmenn fá 7% afslátt af dekkjum, bílaþvotti og vinnu. Höldur dekkjaverkstæði er við Glerártorg Akureyri

Þegar bókað er á netinu þarf að setja "anord" í tilboðslistann eftir að dagsetning hefur verið valinn og smella á leitar hnappinn. Þá koma upp tilboðsverð til félagsmanna AN Icelandair hótel eru leiðandi keðja gæðahótela á Íslandi. Hótelin eru átta og eru staðsett um land allt.

20% afsláttur af aðgangseyri. Iðnaðarsafnið á Akureyri geymir muni sem tengjast iðnaði og iðnframleiðslu liðinna tíma.

15% afslátturaf öllum vörum nema tilboðum. Tískuverslunin Imperial er á Glerártorgi á Akureyri.

10% afsláttur af öllum vörum. Gildir ekki af tilboðum. Make Up Gallery Snyrtivöruverslun er staðsett á Glerártorgi Akureyri.

10-15% afsláttur af öllum vörum. 10% afsláttur af allri þjónustu. Max1 er á Akureyri og einnig á höfuðborgarsvæðinu

Allt að 15% afsláttur. Papco er með verslanir á Akureyri og í Reykjavík.

17% afsláttur. Securitas á Akureyri veitir félagsmönnum 17% afsláttur af heimavörnum sem og af slökkvitækjum og reykskynjurum. ATH! Ekki afsl. af öryggishnapp þar sem hann er niðurgreiddur.

7% afsláttur af aukahlutum og 5% afsláttur af símtækjum Síminn er með verslanir á Glerártorgi á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu. Einnig er fyrirtækið með vefverslun.

7% afsláttur af vörum og þjónustu. Skíðaþjónustan á Akureyri er í Fjölnisgötu 4b

25% afsláttur af rúðuþurrkum og 15% almennur afsláttur, nema af tilboðum. Stilling er með verslanir á Akureyri, Selfossi og á höfuðborgarsvæðinu

10% af matseðli nema um tilboð sé að ræða. Veitingastaðurinn Strikið er á fimmtu (efstu) hæð í Skipagötu 14 á Akureyri þar sem er frábært útsýni yfir Eyjafjörðinn og Akureyri.

Sundlaug Akureyrar verður með frábært tilboð á árskortum fyrir AN korthafa dagana 20. janúar til 5. febrúar 2015. AN korthafar fá þá árskort í sundlaugina með 25% afslætti af fullu verði sem er kr. 33.500.

15% afsláttur af aðalskoðun. Tékkland er með skoðunarstöðvar á Dalsbraut 1 á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu.

15% afsláttur af vinnu og varahlutum Trukkurinn ehf. er í Hjalteyrargötu 8 á Akureyri.

Félagsmenn fá hærri vátryggingavernd í eitt ár á heimilistryggingum Auk höfuðstöðva í Síðumúla rekur TM 22 þjónustuskrifstofur víðs vegar um landið, m.a. á Akureyri, Blónduósi, Húsavík, Hvamstanga, og Sauðárkróki. Starfsmenn á skrifstofunum veita alla almenna þjónustu varðandi sölu á vátryggingum, vátryggingaráðgjöf, tjónaþjónustu og bílalán.

10% afsláttur af áskrift. Vikudagur kemur út einu sinni í viku, seinni part á fimmtudögum og er blaðið selt bæði í áskrift og lausasölu. Vikudagur hefur verið gefinn út á Akureyri frá því í desember 1997 og skipar blaðið fastan sess hjá fjölmörgum Eyfirðingum, auk þess sem það er selt í áskrift í alla landshluta.